Tindaöxl lokar
Almennt - laugardagur 21.mars 2020 - Administrator - Lestrar 115
Áhrif Covid 19 faraldursins hefur sífelt meiri og meiri áhrif á þjóðfélagið okkar. Í gærkveldi komu hertari reglur vegna samkomubanns þar sem skíðasvæðum verður nú lokað að hluta.
Skíðafélag Ólafsfjarðar mun fylgja tilmælum sóttvarnarlæknis, almannavarna, ÍSÍ og Samtökum Skíðasvæða á Íslandi.
Staðan er því þannig í dag 21.mars 2020 að skíðasvæðið í Tindaöxl er lokað en göngubrautir verða troðnar þegar veður og aðstæður leyfa. Skíðaskálinn er lokaður auk þess sem skíðaleigan er lokuð.