Almennt - mánudagur 02.september 2019 - Administrator - Lestrar 58
Nú er starfið okkar að skríða af stað og ætlum við að leggja í smá vinnutörn. Stefnum á að mæta upp í skíðaskála frá kl 17-19, 3.-5. september. Áhersla verður lögð á að laga girðingar og væri frábært að sem flestir láti sjá sig. Lesa meira
Almennt - mánudagur 02.september 2019 - Administrator - Lestrar 20
Laugardaginn 31.ágúst héldum við SÓ daginn.
Um 40 krakkar tóku þátt í deginum ásamt fjölda foreldra sem aðstoðuðu okkur.
Dagurinn hófst með æfingu kl 09:45 með leikjum og ratleik. Að henni lokinni var hádegismatur í skíðaskálanum. Seinni æfingin hófst svo kl 13:00 og var þá farið í áfangaþjálfun og leiki á sparkvellinum. Eftir seinni æfingu var farið í sund og síðan á stórleik KF og Kórdrengja í knattspyrnu. Lesa meira
Almennt - sunnudagur 21.apríl 2019 - Administrator - Lestrar 78
Í dag, Páskadag, var haldið Minningarmót um tvíburana Nývarð og Frímann frá Burstabrekku. Þeir bræður fórust í bílslysi í Ólafsfjarðarmúla árið 1982 og var fyrsta mótið haldið í minningu þeirra árið 1983. Mótið hefur verið haldið af fjölskyldunni frá Burstabrekku síðan þá, einhver nokkur ár duttu þó út en þetta var í 28.skipti sem mótið er haldið. Jón Konráðsson hefur haldið utan um mótin frá upphafði og eru farandbikarar í öllum flokkum sem hann heldur skrá yfir. Lesa meira