Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í fjallinu

Á morgun laugardaginn 6.apríl gerum við okkur heldur betur glaðan dag.

Skíðagöngubraut verður lögn í HÉÐINSFIRÐI!! Brautin verður lögn frá Grundarkoti og eitthvað innfyrir Ámá. Áætlað er að búið verði að spora kl 11:00 í fyrramálið. Skíðaæfing SÓ verður því í Héðinsfirði á morgun og ætla foreldrar að fjölmenna og gera góðan dag. Best er að leggja bílum á bílastæðinu og fara varlega yfir veginn.

Skíðasvæðið í Tindaöxl verður opið frá kl 13-16

Kvöldopnun verður svo á Skíðasvæðinu í Tindaöxl frá kl 20-22 fyrir 16 ára og eldri. Lyftugjald inniheldur fjallakakó er 1.000 kr. Tónlist og stemmning í fjallinu og Bárubrautin verður að sjálfsögðu troðin líka.

Í dag föstudaginn 5.apríl er skíðasvæðið opið frá kl. 16-19 og búið er að troða Bárubraut. Aðstæður er fínar, nægur snjór en nokkuð blautur.

Nú er um að gera að nýta sér þessar frábæru aðstæður sem hafa verið hjá okkur í vetur og skella sér á skíði.
 
Sjáumst hress á skíðum!


World Global Calander

Mynd augnabliksins

dsc07629.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning