Almennt - miðvikudagur 24.janúar 2018 - Administrator - Lestrar 125
Í dag staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ val á keppendum á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018. Þar er Elsa Guðrún Jónsdóttir valin til að keppa á leikunum sem fram fara dagana 9.-25. febrúar. Elsa Guðrún er því fyrst Íslenskra kvenna til að keppa á Ólympíuleikum í skíðagöngu!!!
Elsa mun keppa í sprettgöngu og/eða 10km göngu með frjálsri aðferð.
Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar Elsu innilega til hamingju!