Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Fjarðargangan 2019

Í dag höldum við í Skíðafélagi Ólafsfjarðar Fjarðargönguna 2019. Fjarðargangan hefur verið haldin hér á Ólafsfirði síðan 1985 en því miður þekki ég ekki söguna mikið. En í dag fer því fram 35.Fjarðargangan og hefur hún sennilega aldrei verið fjölmennari. Skráðir þátttakendur eru 150 og uppselt í gönguna. Það er fiðringur í maganum og nú verðum við að gera vel. Þetta er stór áfangi fyrir félagið og vonandi mun okkur takast að nýta þá gríðarlegu aukningu á fólki sem stundar gönguskíði og náum að stækka gönguna enn frekar. 
Ég skora á alla bæjarbúa í Ólafsfirði, Fjallabyggð og nærsveitum að koma og horfa á gönguna sem hefst kl 11:00. Stór hluti brautarinnar er inn í bænum, gengið um tjarnarsvæðið í miðbænum og um götur bæjarins. Þetta er ótrúlegt!! Áhorfendur geta skipt sköpum um að gera stemmningu og þátttöku keppanda ógleymanlega. 
Mætum öll og fylgjumst með, hvetjum og tökum þátt.

Gangi okkur vel á morgun.

F.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar
Kristján Hauksson


World Global Calander

Mynd augnabliksins

skirdagsmorgunn.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning