Fjarðargangan 2019
Almennt - sunnudagur 10.febrúar 2019 - Administrator - Lestrar 144

Ég skora á alla bæjarbúa í Ólafsfirði, Fjallabyggð og nærsveitum að koma og horfa á gönguna sem hefst kl 11:00. Stór hluti brautarinnar er inn í bænum, gengið um tjarnarsvæðið í miðbænum og um götur bæjarins. Þetta er ótrúlegt!! Áhorfendur geta skipt sköpum um að gera stemmningu og þátttöku keppanda ógleymanlega.
Mætum öll og fylgjumst með, hvetjum og tökum þátt.
Gangi okkur vel á morgun.
F.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar
Kristján Hauksson