Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Fjórir Landvættir frá SÓ

Mynd frá Jónínu Björnsd
Mynd frá Jónínu Björnsd
Í dag luku þau Helgi Reynir Árnason, Diljá Helgadóttir, Svava Jónsdóttir og Elsa Guðrún Jónsdóttir við Landvættinn! En til að verða Landvættur þarf að ganga Fossavatnsgönguna (50 km), hjóla Bláalaónsþrautina (60 km), hlaupa Jökulsárhlaupið eða Þorvaldsdalshlaupið (25 km) og loks synda Urriðasundið (2,5 km). Þessum fjórum mismunandi greinum þarf að ljúka á einu ári og hljóta menn þá nafnbótina Landvættur!Fleiri Ólafsfirðingar voru í dag að synda Urriðasundið, Jónína Björnsdóttir lauk sundinu og hefur þar með lokið Blálónsþrautinni, Þorvaldsdalshlaupinu og nú sundinu. Hún á því "bara" eftir að ganga Fossavatnsgönguna í maí.
Freydís Heba Konráðsdóttir var einnig að klára Landvættina með sundi sínu í dag og Steingerður Sigtryggsdóttir gerði slíkt hið sama.

Allar upplýsingar um Landvætti má finna á heimasíðunni, www.landvaettur.is 
 

Til hamingju öll!!!


World Global Calander

Mynd augnabliksins

img_0466__2_.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning