Flott Stubbamót á Siglufirði í dag
Almennt - sunnudagur 24.febrúar 2019 - Administrator - Lestrar 116
Í dag var haldið Stubbamót á Siglufirði. Mótið er fyrir börn fædd 2009 og yngri og var frábær þátttaka á mótinu. Reyndar átti mótið að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Skíðafélag Ólafsfjarðar átti nokkra hressa þátttakendur á mótinu sem stóðu sig öll með sóma.Flott mót hjá SSS og fleiri myndir má finna á facebook síðu Skíðafélag Ólafsfjarðar.