Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Frábært Minningarmót haldið í dag

Hluti þátttakenda og starfsfólks í dag
Hluti þátttakenda og starfsfólks í dag
Í dag, Páskadag, var haldið Minningarmót um tvíburana Nývarð og Frímann frá Burstabrekku. Þeir bræður fórust í bílslysi í Ólafsfjarðarmúla árið 1982 og var fyrsta mótið haldið í minningu þeirra árið 1983. Mótið hefur verið haldið af fjölskyldunni frá Burstabrekku síðan þá, einhver nokkur ár duttu þó út en þetta var í 28.skipti sem mótið er haldið. Jón Konráðsson hefur haldið utan um mótin frá upphafði og eru farandbikarar í öllum flokkum sem hann heldur skrá yfir. 

Vegna snjóleysis var mótið haldið í dag upp við Ármót Syðri-Árdals og Ytri-Árdals, Árni Helgason ferjaði stóran hluta mannskapsins upp á dal á snjótroðara og tróð brautina einnig. Ómetanlegt fyrir okkur að eiga þá fjölskyldu að líka. Frábært mót í alla staði og þátttakan var frábær. Fjöldi fólks á dalnum og átti góða stund saman.
Úrslit eru væntaleg af mótinu en alls tóku þátt yfir 40 manns


World Global Calander

Mynd augnabliksins

dsc00181.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning