Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Haustæfingar að hefjast

Nú eru haustæfingar að hefjast og verða þær í samstarfi við SSS í fyrsta skipti. Við erum gríðarlega ánægð að félögin setji æfingar saman og er stefna félagana að halda samstarfinu áfram í vetur. 
Æfingar hófust á mánudag í frístund fyrir 1-4 bekk. Á morgun, fimmtudag, er svo inniæfing á Ólafsfirði fyrir 5-10 bekk kl. 14:15 - 15:15. Þessi tími er beint eftir skóla og möguleiki að nota skólarúturnar.

Æfingin á laugardag verður svo á Siglufirði, við Hól, og vonandi mæta sem flestir þangað á línuskautum eða hjólaskíðum. Laugardagsæfingar verða til skiptis á Ólafsfirði og Siglufirði. Ætlunin er að hafa línuskauta/hjólaskíði alltaf fast á Siglufirði og fara svo í fjallgöngur, ratleiki o.fl. á Ólafsfirði

Æfingatöfluna má sjá hér.....

Yfirþjálfarar í haust verða:
Jón Garðar Steingrímsson og Svava Jónsdóttir


World Global Calander

Mynd augnabliksins

dsc02874.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning