Íþróttamaður Fjallabyggðar
Almennt - föstudagur 28.desember 2018 - Administrator - Lestrar 111
Föstudaginn 28. desember fer fram uppskeruhátíð íþróttafólks í Fjallabyggð þegar valið á Íþróttamanni ársins í Fjallabyggð fer fram. Hátíðin í ár fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg og hefst kl. 20:00, hátíðin er samstarfsverkefni UÍF (Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar) og Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð. Á hátíðinni verður fjölmargt íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu.
Skíðafélag Ólafsfjarðar tilnefndi þrjá fulltrúa, Elsu Guðrún Jónsdóttir, Helgi Már Kjartansson og Sara Sigurbjörnsdóttir.