Námskeið í alpagreinum
Almennt - sunnudagur 17.febrúar 2019 - Administrator - Lestrar 133

Við bætum því við námskeiðin og höfum opnað fyrir skráningu.
Fyrirhugað er að hafa framhaldsnámskeið fyrir þá sem lokið
hafa byrjendanámskeiði og er skráning hafin á þau námskeið hjá Sunnu Eir á
netfangið sunnaeir@hotmail.com
Framhaldsnámskeiðin yrðu 4 skipti haldin seinnipartinn og kosta 5.000 kr.
Einnig er ætlunin að byrja með leikjanámskeið fyrir leikskólabörn. Ætlunin er
að byrja 21.febrúar og námskeiðin verði tvisvar í viku út veturinn, á fimmtudögum
og laugardag eða sunnudag. Leikjanámskeið kostar 12.000 kr og skráning og
nánari upplýsingar veitir Sunna á netfanginu sunnaeir@hotmail.com