Opnun skíðasvæðis
Almennt - mánudagur 03.desember 2018 - Administrator - Lestrar 151
Nú hefur heldur betur snjóað hér í firðinum fagra. Reyndar hefur mikið af snjónum blásið í burtu, en töluvert þó náð að setja sig fast. Nú rétt í þessu var verið að keyra hringinn í Bárubraut, eða stóran hluta hans og er hann þokkalegur. Ekki er þó nægur snjór til að spora brautina en vel mögulegt að skauta eða fara á skíði þó sporið vanti. Við stefnum svo á opnum í Tindaöxl á miðvikudag, en þar er kominn töluveðrur snjór líka. Snjóframleiðsla fer í gang í dag og vinna við lyftuna svo nú er bara um að gera að græja skíðabúnaðinn og vera tilbúin!