Skíðagöngubraut í Skeggjabrekkudal
Almennt - miðvikudagur 17.apríl 2019 - Administrator - Lestrar 193
Nú hefur því miður snjóinn tekið gríðarlega mikið upp undanfarna daga. Aðstæður í Tindaöxl eru ekki upp á marga fiska en í skoðun er að halda æfingu eða æfingar þar fyrir félagsmenn um páskana. Hinsvegar er stefnan áfram á að gera skíðagöngubraut inn Skeggajbrekkudal upp á Háls sem verður skoðað strax í fyrramálið.
Við munum því setja inn upplýsingar um hádegi á morgun hvernig hefur gengið að ná að gera braut inn dalinn.
Í fyrramálið verður farið í að troða skíðasvæðið í Tindaöxl fyrir æfingu upp að fjórða staur og strax í kjölfarið farið yfir í Skeggjabrekkudal. Vonandi verður hægt að tengja brautina að golfskálanum, en í versta falli þarf að ganga frá skálanum sporlaust upp í brautina sem verður þá ofan við golvöllinn.
Ætlunin er svo að spora upp á Háls í botni Skeggjabrekkudals þar sem útsýni er niður Héðinsfjörð og vonandi getum við notið útivistar í Skeggjabrekkudal um Páskana.
Í fyrramálið verður farið í að troða skíðasvæðið í Tindaöxl fyrir æfingu upp að fjórða staur og strax í kjölfarið farið yfir í Skeggjabrekkudal. Vonandi verður hægt að tengja brautina að golfskálanum, en í versta falli þarf að ganga frá skálanum sporlaust upp í brautina sem verður þá ofan við golvöllinn.
Ætlunin er svo að spora upp á Háls í botni Skeggjabrekkudals þar sem útsýni er niður Héðinsfjörð og vonandi getum við notið útivistar í Skeggjabrekkudal um Páskana.