SÓ dagurinn
Almennt - mánudagur 02.september 2019 - Administrator - Lestrar 126

Um 40 krakkar tóku þátt í deginum ásamt fjölda foreldra sem aðstoðuðu okkur.
Dagurinn hófst með æfingu kl 09:45 með leikjum og ratleik. Að henni lokinni var hádegismatur í skíðaskálanum. Seinni æfingin hófst svo kl 13:00 og var þá farið í áfangaþjálfun og leiki á sparkvellinum. Eftir seinni æfingu var farið í sund og síðan á stórleik KF og Kórdrengja í knattspyrnu. Eftir leik eða um kl 18 var svo kvöldverður upp í skíðaskála og deginum slúttað með kvöldvöku.
Glæsilegur dagur í alla staði og frábært framtak hjá þjálfara okkar Jónínu Kristjánsdóttur.
Bestu þakkir til allra sem komu að framkvæmd dagsins.
Fleiri myndir á facebook síðu Skíðafélags Ólafsfjarðar