
Snjótroðari SÓ tilbúinn til flutnings frá Þýskalandi
Á aðalfundi Skíðafélags Ólafsfjarðar í maí, var samþykkt að félagið endurnýjaði snjótraðara félagsins. Troðarinn er að tegundinni Pisten Bully 200 og er árgerð 2004. Troðarinn var í dag gerður klár til flutnings frá Þýskalandi til Ólafsfjarðar. Vel hefur gengið að fjármagna troðarakaupin en enn vantar nokkuð upp á. Því leitum við til ykkar kæru vinir með frjáls framlög til kaupanna. Margt smátt gerir eitt stórt!
Þeir sem vilja leggja okkur lið, geta lagt inn á eftirfarandi reikning félagsins.
0347-03-400377
kt: 591001-2720
Með fyrirfram þökk
Stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar