Skíðafélag Ólafsfjarðar

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Fréttir

Tindaöxl lokar

Áhrif Covid 19 faraldursins hefur sífelt meiri og meiri áhrif á þjóðfélagið okkar. Í gærkveldi komu hertari reglur vegna samkomubanns þar sem skíðasvæðum verður nú lokað að hluta.

Skíðafélag Ólafsfjarðar mun fylgja tilmælum sóttvarnarlæknis, almannavarna, ÍSÍ og Samtökum Skíðasvæða á Íslandi.

Staðan er því þannig í dag 21.mars 2020 að skíðasvæðið í Tindaöxl er lokað en göngubrautir verða troðnar þegar veður og aðstæður leyfa. Skíðaskálinn er lokaður auk þess sem skíðaleigan er lokuð.


Þetta er auðvitað gríðarlegt högg á okkar félagsstarf sem hefur verið í miklum blóma þrátt fyrir mikinn óveðursvetur. Það eru ansi mörg ár síðan við höfum haft eins mikið af snjó eins og raunin er í dag og aðstæður í Tindaöxl frábærar.

Um skíðagöngubrautir gilda áfram reglur um 2m fjarlægð á milli manna, engar æfingar, engar keppnir, BANNAÐ að mynda hópa og hinar almennu reglur um samkomubann eru áfram í fullu gildi. Sé þessum reglum ekki fylgt í skíðagöngubrautum SÓ neyðumst við til að loka þeim einnig.

Skíðafélag Ólafsfjarðar mun koma upp stöngum við skíðagöngbrautir sem sýna 2m bil til leiðbeiningar og treystum við okkar iðkendum að þeir virði reglur um samkomubann svo við getum haldið áfram að njóta skíðagöngunnar. 

Við minnum fólk á að skíðagöngubrautir eru gjaldskyldar, 700 kr daggjald fyrir 17-66 ára, gjaldfrjálst er fyrir 16 ára og yngri og 67 ára og eldri. Árgjald er 10.000 kr.

Brautargjöld greiðast inn á reikning SÓ, kt 591001-2720, reikn 0347-03-400665


Stjórn SÓ




World Global Calander

Mynd augnabliksins

dsc00148.jpg
Skíðafélag Ólafsfjarðar

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning