Upplýsingar f. 7.mars og byrjandanámskeið
Almennt - miðvikudagur 07.mars 2018 - Administrator - Lestrar 182
Það heldur áfram að bætast aðeins í snjóinn hjá okkur. Veðrið núna er mjög gott, -1° og NA 5m, þegar líður á dagin ná að hægja enn meira og kólna!!
Fjallið opnar kl. 16:00 og búið er að spora upp á golfvelli í Skeggjabrekkudal.
Nú er bara að drífa sig á skíði og njóta hvíta gullsins!
Byrjandanámskeið í skíðagöngu fyrir börn hefst á morgun fimmtudag. Það er Björn Þór Ólafsson sem stýrir því. Mæting er upp á golfvöll kl. 17:00 (ath gæti breyst ef snjóar nóg í brautina okkar við skíðasvæði). Bubbi verður með skíði, skó og stafi fyrir þá sem ekki hafa útvegað sér búnað.