Á skíðavæðinu í Tindaöxl er ein 650 metra löng Doppelmayr diskalyfta. Þá er möguleiki að setja upp litla togbraut. 1 troðari
er á svæðinu og aðgangur að öðrum á álgastímum.
Svæðið er opið á virkum dögum frá kl 16:00 - 19:00, og um helgar 12:00 - 16:00. Stefnt er á að hafa opið á
kvöldin kl. 20:00 - 22:00 einu sinni til tvisvar í viku. Ef hópar óska eftir öðrum opnunartímum er reynt að verða við
því.
Brekkur á skíðasvæðinu eru yfirleitt troðnar á morgnana, það eru venjulega 3, 600 metra langar og 1 - 2, 350 metra langar brautir troðnar.
Upplýsingar um skíðasvæði: Gulli H í síma 868-8344
Sími í skíðaskálnum er 466-2527, faxnúmer 466-2597, símsvari alpagreina og skíðasvæðis 878-1977, símsvari göngu,
netfang skiol@simnet.is
Æfingasvæði eru ákveðin hverju sinni í samráði þjálfara og umsjónarmanns.
Göngubrautir eru troðnar alla daga þegar veður leyfir. Trimmbraut er lögð norðan við Ólafsjarðarvatn, rétt við byggðina.
Æfingabraut er oft troðin í miðbænum. Þá er ný ljósabraut "Bárubraut" sunnan við skíðaskálann í
Tindaöxl og er hún hentug til að trimma, æfa og keppa í. Yfirleitt er troðið á morgnana eða strax eftir hádegi.
Brautirnar eru troðnar með spori.
Brettaaðstaða:
Brettamenn fá stór ótroðin svæði, þeir nota gjarnan þá hryggi sem eru á svæðinu og stökkpallar eru útbúnir
í samráði við þá.
Veitingar:
Í skíðaskálanum er hægt að fá gosdrykki, kakó, kaffi, samlokur, hamborgarar, franskar og sælgæti. Hópar geta fengið
heimilismat. Í skálanum er einnig svefnloft þar sem u.þ.b. 25 manns geta gist í svefnpokum.
Skíðapakkar:
Gerð eru tilboð fyrir hópa, lyftukort, gistinu, mat o.þ.h. Eru þessi tilboð mjög hagstæð.