Matthías í 1.sæti í Oppdal

Matthías Kristinsson 1.sæti í Oppdal Noregi
Matthías Kristinsson 1.sæti í Oppdal Noregi

Matthías Kristinsson gerði gríðarlega vel í dag í Oppdal í Noregi þegar hann varð í 1.sæti í svigi. Nokkur FIS mót voru í gangi í Oppdal undanfarna daga og keppti Matthías í stórsvigi á fimmtudag og varð þar í 20.sæti. Í dag var svo keppt tvisvar í svigi og í fyrra mótinu hafnaði okkar maður í 7.sæti og fékk fyrir þá keppni 38,02 FIS stig. Aftur var keppt í svigi þegar leið á daginn og þá gerði Matthías sér lítið fyrir og sigraði í þeirri keppni!. Matthías fékk þar 23.00 FIS stig sem er hans besti árangur á ferlinum. 

Frábær árangur hjá okkar manni og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Næst á dagskrá hjá Matthías eru mót á heimavelli í Geilo á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en þá er haldið til Hemsedal og keppt þar á laugardag.

Úrslit frá mótinu í dag má sjá hér....